Mæla með frekari grímunotkun í ljósi metfjölda dauðsfalla Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 16:09 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að hann óttist að grímunotkun geri fólk kærulaust í sóttvörnum. EPA/Anders Wiklund Yfirvöld í Svíþjóð lögðu til í dag að farþegar almenningsamganga notuðust við grímur á háannatíma. Það yrði væri gert til að sporna gegn mikilli dreifingu nýju kórónuveirunnar. Svíar tilkynntu í dag að 8.846 hefðu greinst smitaðir nýverið og voru 243 ný dauðsföll tilkynnt. Aldrei hafa fleiri dáið í Svíþjóð frá því faraldurinn hófst. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að skortur sé á sönnunum fyrir virkni gríma og að hann óttist að grímur geri fólk kærulaust. Í yfirlýsingu sem birt var í dag segir Tegnell takmarkaði rými í almenningssamgöngum og því geti andlitsgrímur verið gagnlegar þar. Annars sé betra að halda fjarlægð frá öðrum. Í gær lögðu yfirvöld í Svíþjóð til að heilbrigðisstarfsmenn notuðust meira við andlitsgrímur en gert hefur verið hingað til. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti. Í Svíþjóð hafa 437.379 smitast af Covid-19 og 8.727 hafa dáið. Þar búa um 10,2 milljónir. Í Danmörku hafa 161.230 smitast og 1.256 hafa dáið. Þar búa um 5,8 milljónir. Í Noregi hafa 48.278 smitast og 436 hafa dáið. Þar búa um 5,4 milljónir. Í Finnlandi hafa 35.858 smitast og 556 hafa dáið. Þar búa um 5,5 milljónir. Á Íslandi hafa 5.754 smitast og 29 hafa dáið. Hér búa rúmlega 360 þúsund manns. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. 4. desember 2020 23:15 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05 „Ekki fara sænsku leiðina“ Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga. 21. júlí 2020 18:06 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Aldrei hafa fleiri dáið í Svíþjóð frá því faraldurinn hófst. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að skortur sé á sönnunum fyrir virkni gríma og að hann óttist að grímur geri fólk kærulaust. Í yfirlýsingu sem birt var í dag segir Tegnell takmarkaði rými í almenningssamgöngum og því geti andlitsgrímur verið gagnlegar þar. Annars sé betra að halda fjarlægð frá öðrum. Í gær lögðu yfirvöld í Svíþjóð til að heilbrigðisstarfsmenn notuðust meira við andlitsgrímur en gert hefur verið hingað til. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti. Í Svíþjóð hafa 437.379 smitast af Covid-19 og 8.727 hafa dáið. Þar búa um 10,2 milljónir. Í Danmörku hafa 161.230 smitast og 1.256 hafa dáið. Þar búa um 5,8 milljónir. Í Noregi hafa 48.278 smitast og 436 hafa dáið. Þar búa um 5,4 milljónir. Í Finnlandi hafa 35.858 smitast og 556 hafa dáið. Þar búa um 5,5 milljónir. Á Íslandi hafa 5.754 smitast og 29 hafa dáið. Hér búa rúmlega 360 þúsund manns.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. 4. desember 2020 23:15 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05 „Ekki fara sænsku leiðina“ Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga. 21. júlí 2020 18:06 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. 4. desember 2020 23:15
Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12
Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05
„Ekki fara sænsku leiðina“ Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga. 21. júlí 2020 18:06