„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 17:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40
Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20