Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 15:00 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir eru þeir stjórnmálaleiðtogar sem flestir vilja sjá sem forsætisráðherra eftir kosningar á næsta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira