Körfubolti

Þjálfarinn kallaði hann röngu nafni í sex vikur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Geof Kotila mundi ekkert hvað Justin hét fyrstu vikurnar á Stykkishólmi.
Geof Kotila mundi ekkert hvað Justin hét fyrstu vikurnar á Stykkishólmi. Stöð 2 Sport

Á dögunum sýndi Stöð 2 Sport mynd um feril körfuboltamannsins Justin Shouse hér á landi. Hann kom frá Bandaríkjunum og spilaði með Drangi á Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells í Stykkishólmi þar sem þjálfarinn virtist ekki muna hvað hann hét fyrstu vikurnar.

Geof Kotila fékk Shouse til Snæfells. Þeir eru af svipuðum slóðum í Bandaríkjunum en Shouse komst fljótt að því að Kotila var ekki sá best með nöfn. Helsti munurinn var þó ef til vill gæða munurinn á liðunum.

„Ég fór úr því að vera með 37 stig í leik hjá Drangi í að spila með mönnum sem hafa spilað með landsliðinu og þurftu að fá boltann reglulega í hverjum leik. Hlynur Bærings, Magni Hafsteinsson og Nonni Mæju. Það tók mig smá tíma að vera sá sem þurfti að skora öll stigin yfir í að vera leikmaður sem gefur boltann fyrst og fremst eins og ég var í mennta- og háskóla,“ segir Shouse.

„Ég átti nokkuð erfitt uppdráttar fyrstu vikurnar en ég myndi segja að það hafi verið af því að Geof Kotila kallaði mig Jason fyrstu sex vikurnar mínar hjá Snæfelli,“ sagði Justin og hló.

„Hann var samt alltaf að rugla nöfnum. Við vorum að fara yfir lið Skallagríms til dæmis og hann segir við Magna „þú dekkar þennan Darnell Flick“ þegar hann var að tala um Darrel Flake.“

„Ég var smá stressaður af því ef þú ert ekki stöðugur í þessari deild og ert þessi topp Kani sem þú átt að vera þá er þér sparkað út frekar fljótt,“ sagði Shouse einnig. Klippu um fyrstu kynni Shouse af Stykkishólmi má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Þjálfarinn kallaði hann ítrekað röngu nafni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×