Tuttugu heilbrigðisstarfsmenn og tveir lögregluþjónar í sóttkví á Húsavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:53 Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Vísir Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14