De Niro segir ástandið í New York minna á 9/11 Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 10:25 Robert De Niro segir ríkisstjórnina hafa þurft að bregðast fyrr við. Þó er hann ánægður með viðbrögð ríkisstjóra New York. Vísir/Getty Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40