Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Japan Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 12:53 Læknar óttast það versta í Japan. Vísir/Getty Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“