Kafna í eigin ælum og slími Vilhelm Jónsson skrifar 18. mars 2020 15:30 Heilbrigðisyfirvöld voru ítrekað vöruð við í að ekki væri nóg að gert til að forðast Covid-19 og því miður stefnir of margt í að faraldurinn sé að fara úr böndunum eða þaðan af verra. Alveg fram á síðustu daga hafa forsvarsmenn landlæknisembættisins og stjórnvöld hunsað ástandið eða ekki gert sér grein fyrir með afgerandi hætti hversu alvarlegt ástand væri að eiga sér stað, þó svo þjóðir vítt og breytt um heiminn væru að loka landamærum sínum. Það hefði mátt (má) afstýra miklum þjáningum og dauðsföllum fari allt á versta veg hefði verið komið upp sóttvarnarspítala með vitrænum hætti. Sóttvarnarlæknir er búinn að hjakka á þvermóðsku og dómgreindarleysi varðandi það að afstýra útbreiðslu veirunnar alltof lengi, en það sem er mun alvarlegra er að læknastéttin hefur þagað þunnu hljóði og ekki þorað að segja eitt eða neitt og það er grafalvarlegt. Það er berlega búið að koma í ljós varðandi uppbyggingu á nýju þjóðarsjúkrahúsi sem hefði mátt koma upp með vitrænum hætti að byggingaferli spítalans er í tómu bulli. Tilvitnun: Blessuð gamla konan á tíræðisaldri sem var gert að dvelja og matast á salerni Landspítalans endurspeglar fyllilega á hvaða vegferð heilbrigðiskerfisins er til að fjármálaráðherra geti komið sér upp digrum þjóðarsjóði. Það er illt til þess að hugsa að forsætisráðherra sé kannski ennþá að bíða eftir að forseti Bandakíkjana hringi í hana til að aflétta lokun landamæra svo hún geti haldið áfram að fljúga á vit afneitunar. Það mun örugglega ekki standa á hluttekningu og auðmýkt hjá yfirvöldum þegar sjúkir fara að kafna heima hjá sér úr andnauð þar sem engar öndunarvélar og eða önnur aðstoð sé að hafa, komi til þess að þurfa forgangsraða hverjum eigi að hjálpa. Það eru fordæmalausir tímar og það ber umsvifalaust að setja á útgöngubann til að hefta útbreiðslu COVID-19 og leita allra leiða til að koma upp vitrænni sjúkraaðstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vilhelm Jónsson Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld voru ítrekað vöruð við í að ekki væri nóg að gert til að forðast Covid-19 og því miður stefnir of margt í að faraldurinn sé að fara úr böndunum eða þaðan af verra. Alveg fram á síðustu daga hafa forsvarsmenn landlæknisembættisins og stjórnvöld hunsað ástandið eða ekki gert sér grein fyrir með afgerandi hætti hversu alvarlegt ástand væri að eiga sér stað, þó svo þjóðir vítt og breytt um heiminn væru að loka landamærum sínum. Það hefði mátt (má) afstýra miklum þjáningum og dauðsföllum fari allt á versta veg hefði verið komið upp sóttvarnarspítala með vitrænum hætti. Sóttvarnarlæknir er búinn að hjakka á þvermóðsku og dómgreindarleysi varðandi það að afstýra útbreiðslu veirunnar alltof lengi, en það sem er mun alvarlegra er að læknastéttin hefur þagað þunnu hljóði og ekki þorað að segja eitt eða neitt og það er grafalvarlegt. Það er berlega búið að koma í ljós varðandi uppbyggingu á nýju þjóðarsjúkrahúsi sem hefði mátt koma upp með vitrænum hætti að byggingaferli spítalans er í tómu bulli. Tilvitnun: Blessuð gamla konan á tíræðisaldri sem var gert að dvelja og matast á salerni Landspítalans endurspeglar fyllilega á hvaða vegferð heilbrigðiskerfisins er til að fjármálaráðherra geti komið sér upp digrum þjóðarsjóði. Það er illt til þess að hugsa að forsætisráðherra sé kannski ennþá að bíða eftir að forseti Bandakíkjana hringi í hana til að aflétta lokun landamæra svo hún geti haldið áfram að fljúga á vit afneitunar. Það mun örugglega ekki standa á hluttekningu og auðmýkt hjá yfirvöldum þegar sjúkir fara að kafna heima hjá sér úr andnauð þar sem engar öndunarvélar og eða önnur aðstoð sé að hafa, komi til þess að þurfa forgangsraða hverjum eigi að hjálpa. Það eru fordæmalausir tímar og það ber umsvifalaust að setja á útgöngubann til að hefta útbreiðslu COVID-19 og leita allra leiða til að koma upp vitrænni sjúkraaðstöðu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar