Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. mars 2020 13:03 Það má vænta þess að ferðabönn Bandaríkjanna og ESB muni hafa mikil áhrif á afkomu Icelandair Group. Vísir/vilhelm Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52