Víðir stoltur af Íslendingum sem mega þó ekki slaka á Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 15:26 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12
Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00