Fjórði dagur samkomubanns hér á landi er genginn í garð og áfram berast fréttir utan úr heimi og héðan af Íslandi innan af aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
Alls hafa um 220 þúsund smit greinst í heiminum og skráð dauðsföll sem rakin eru til veirunnar eru nú tæplega níu þúsund.
Vísir mun halda áfram að flytja fréttir af útbreiðslu veirunnar og aðgerðum yfirvalda í dag líkt og aðra daga, en fylgjast má með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan.