Japanskt lyf sagt gefa góða raun sem meðferð við kórónuveirunni Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 09:57 Lyfið er framleitt af japanska lyfjaframleiðandanum Toyama Chemical. Vísir/EPA Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira