Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2020 20:30 Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira