Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 14:20 Framleiðendur líkkista á Ítalíui hafa átt erfitt með að útvega nægjanlega margar kistur á undanförnum dögum. Vísir/EPA Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent