Leikmenn í La Liga keppa í FIFA leiknum á PlayStation Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 16:30 Sergi Roberto keppir fyrir hönd Barcelona og mun örugglega reyna að nýta sér tölvuútgáfuna af Lionel Messi. Getty/Xavier Bonilla Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta. Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta.
Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki