Virðingarvert framtak í spilasjúku samfélagi Ögmundur Jónasson skrifar 20. mars 2020 14:00 Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ögmundur Jónasson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun