Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 18:54 Það voru fáir á ferli á Suðurlandsbrautinni á fyrsta degi samkomubannsins á mánudag. Margir hafa breytt vinnufyrirkomulagi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. Yngra fólk og sérfræðingar voru líklegri en aðrir til þess að vinna heima. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa beðið starfsfólk sem hefur kost á því að vinna heima hjá sér til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Af svarendum í könnun MMR sögðust 39% starfa við breytt vinnufyrirkomulag þessa dagana vegna faraldursins. Tæpur fjórðungur allra svarenda sagðist vinna heima að hluta til og 15% sögðust eingöngu vinna heima. Svarendur á aldrinum 30-49 ára (33%) reyndust líklegastir allra aldurshópa til að segjast vinna að hluta til að heiman þessa dagana en svarendur 18-29 ára (23%) og 68 ára og eldri (19%) reyndust líklegastir til að segjast eingöngu vinna að heiman. Nokkurn mun var að sjá á vinnufyrirkomulagi eftir starfsgreinum en sérfræðingar reyndust líklegri en aðrir svarendur til segjast að vinna að hluta til (45%) eða að öllu leyti (19%) að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Vinstri grænna (42%) reyndist líklegast til að segjast vinna að hluta til að heiman og stuðningsfólk Vinstri-grænna (17%) og Pírata (17%) reyndist líklegast til að segjast eingöngu vinna að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Framsóknar (78%), Miðflokks (69%) og Sjálfstæðisflokks (65%) reyndist hins vegar líklegast til að segja vinnufyrirkomulag sitt með óbreyttum hætti þessa dagana. Könnunin var gerð dagana 18.-20. mars. Samkomubann sem hefur sett starfsemi skóla úr skorðum tók gildi mánudaginn 16. mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skoðanakannanir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. Yngra fólk og sérfræðingar voru líklegri en aðrir til þess að vinna heima. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa beðið starfsfólk sem hefur kost á því að vinna heima hjá sér til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Af svarendum í könnun MMR sögðust 39% starfa við breytt vinnufyrirkomulag þessa dagana vegna faraldursins. Tæpur fjórðungur allra svarenda sagðist vinna heima að hluta til og 15% sögðust eingöngu vinna heima. Svarendur á aldrinum 30-49 ára (33%) reyndust líklegastir allra aldurshópa til að segjast vinna að hluta til að heiman þessa dagana en svarendur 18-29 ára (23%) og 68 ára og eldri (19%) reyndust líklegastir til að segjast eingöngu vinna að heiman. Nokkurn mun var að sjá á vinnufyrirkomulagi eftir starfsgreinum en sérfræðingar reyndust líklegri en aðrir svarendur til segjast að vinna að hluta til (45%) eða að öllu leyti (19%) að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Vinstri grænna (42%) reyndist líklegast til að segjast vinna að hluta til að heiman og stuðningsfólk Vinstri-grænna (17%) og Pírata (17%) reyndist líklegast til að segjast eingöngu vinna að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Framsóknar (78%), Miðflokks (69%) og Sjálfstæðisflokks (65%) reyndist hins vegar líklegast til að segja vinnufyrirkomulag sitt með óbreyttum hætti þessa dagana. Könnunin var gerð dagana 18.-20. mars. Samkomubann sem hefur sett starfsemi skóla úr skorðum tók gildi mánudaginn 16. mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skoðanakannanir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira