Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 09:02 Frá Times Square í New York í gær, 20. mars. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldri kórónuveiru af ríkjum Bandaríkjanna. Vísir/getty Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42
35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07
Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00