Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Andri Eysteinsson skrifar 21. mars 2020 18:48 Víðir Reynisson greindi frá komandi aðgerðum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnarlæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra sem er þar í vinnslu og verður kynnt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það verður væntanlega gefið út annað kvöld og tekur gildi frá miðnætti á mánudaginn. Víðir segist ekki búast við að farið verði jafn langt niður og gert var í Vestmannaeyjum og í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum annars vegar og lögreglunni á Norðurlandi vestra hins vegar var greint frá því að ekki mættu fleiri koma saman en tíu í Vestmannaeyjum og fimm í Húnaþingi vestra en í síðarnefnda sveitarfélaginu skulu allir íbúar sæta úrvinnslusóttkví frá og með klukkan 22:00 í kvöld. Endanleg tala liggur ekki fyrir en Víðir telur að hún verði á bilinu 20-30. Þá munu hertar aðgerðir einnig fela í sér lokanir á stöðum þar sem þjónusta er „einn á einn“ til að mynda hárgreiðslustöðvar. Víðir segir þá að aðgerðirnar muni hafa áhrif á sundlaugar og líkamsræktarstöðvar landsins, spurður hvort að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verði lokað vegna aðgerðanna segir Víðir það teljast mjög líklegt. Þrátt fyrir hertar aðgerðir segist Víðir ekki búast við því að breytingar verði gerðar á skóla- og leikskólahaldi á næstu dögum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnarlæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra sem er þar í vinnslu og verður kynnt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það verður væntanlega gefið út annað kvöld og tekur gildi frá miðnætti á mánudaginn. Víðir segist ekki búast við að farið verði jafn langt niður og gert var í Vestmannaeyjum og í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum annars vegar og lögreglunni á Norðurlandi vestra hins vegar var greint frá því að ekki mættu fleiri koma saman en tíu í Vestmannaeyjum og fimm í Húnaþingi vestra en í síðarnefnda sveitarfélaginu skulu allir íbúar sæta úrvinnslusóttkví frá og með klukkan 22:00 í kvöld. Endanleg tala liggur ekki fyrir en Víðir telur að hún verði á bilinu 20-30. Þá munu hertar aðgerðir einnig fela í sér lokanir á stöðum þar sem þjónusta er „einn á einn“ til að mynda hárgreiðslustöðvar. Víðir segir þá að aðgerðirnar muni hafa áhrif á sundlaugar og líkamsræktarstöðvar landsins, spurður hvort að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verði lokað vegna aðgerðanna segir Víðir það teljast mjög líklegt. Þrátt fyrir hertar aðgerðir segist Víðir ekki búast við því að breytingar verði gerðar á skóla- og leikskólahaldi á næstu dögum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira