Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 10:43 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar og Drífa Snædal, formaður ASÍ tjáðu sig um fyrirhugaðar aðgerðir í gær. Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru áður en þær voru kynntar almenningi í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. ASÍ segir að það þurfi að koma skýr skilaboð frá stjórnvöldum um að heimilin verði varin. Rætt var við leiðtoga stjórnarandstöðunnar rétt eftir að þeir sátu kynningarfund ríkisstjórnarinnar í hádeginu í gær. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða „Auðvitað eigum við eftir að leggjast betur yfir einstaka tillögur, það er margt gott þarna, auðvitað margt sem að mætti vafalítið skoða betur og ganga jafnvel lengra með en ég held að það sem skiptir mestu máli núna er að stjórnmálin standi saman í þeim aðgerðum sem grípa þarf til,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það er þó nokkuð ruglingslegt í rauninni hvernig þau sjá fyrir sér þessi skammtímaáhrif sem eru vegna þess tímabils þegar veiran bara er að ganga yfir og svo auðvitað þess langtímaútlits sem er á efnahagsmálunum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefði mögulega viljað sjá aðgerðirnar ganga lengra. „Við auðvitað bara fögnum öllu sem kemur fram til þess að bregðast við ástandinu. Þó við viljum kannski sjá það aðeins öðruvísi eða það gangi aðeins lengra þá munum við greiða fyrir því að þetta náist sem hraðast í gegn og vonandi vinna í einhverjum breytingartillögum í þinginu.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, hefði viljað sjá meiri áherslu á fólk. „Ég hefði verið til í að sjá kannski svona víðari athygli að líka einstaklingum í samfélaginu sem eru illa staddir frekar en einungis á fyrirtækin og að halda störfunum gangandi, sem er samt mjög nauðsynlegt og gott, en mér finnst skorta dálítið þennan vinkil á málið,“ sagði hún fyrir utan Stjórnarráðið í gær. Segir fólk mjög brennt eftir hrunið Einnig var rætt við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, um kynntar aðgerðir stjórnvalda. Tekur þú undir þessi orð Halldóru Mogensen um að aðgerðirnar séu ekki að koma nægilega til móts við fólk sem stendur höllum fæti, jafnvel fólk sem er komið á atvinnuleysisbætur? „Við höfum náttúrulega rosalegar áhyggjur af fólki sem er komið á atvinnuleysisbætur og við vorum að álykta í dag í miðstjórn ASÍ um alls konar úrræði fyrir fólk á atvinnuleysisbótum. Eins og við höfum bent á þá var ástandið orðið alvarlegt fyrir mánuði síðan. Við erum nú þegar með átta til tíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá, svo ég tek undir það.“ Vilja verja botninn Hún sagði að miðstjórn Alþýðusambandsins hafi kynnt aðgerðir sem þau vilji sjá til lengri og skemmri tíma. Þeirra á meðal sé að verja atvinnuleysisbótakerfið og hækka atvinnuleysisbætur. „Við erum í öllum okkar aðgerðum og öllum okkar áherslum að reyna að vinna að því að verja þá lægst launuðu og verja botninn.“ Hefðir þú viljað sjá að gengið væri lengra í þessum fyrstu skrefum ríkisstjórnarinnar í þessum aðgerðum? „Þær eru margt góðar og sérstaklega hlutaatvinnuleysisbótafrumvarpið náttúrulega skiptir öllu máli. Það sem ég hefði viljað sjá voru skýr skilaboð að heimilin yrðu varin ekki síður en fyrirtækin. Og auðvitað er það krafa ef að á að fara vera ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækja eða ríkisábyrgð á rekstri fyrirtækja þá verði það á heimilin líka. Líka það ef það er beinn fjárstuðningur til fyrirtækja þá séu fyrirtækin afsala sér arði.“ Drífa sagði að það þyrftu að koma mjög skýr skilaboð frá stjórnvöldum á þá leið að heimilin verði varin og lánaskuldbindingar þeirra. „Fólk er mjög brennt af því í hruninu að vísitalan var ekki fryst, lán tóku hækkunum í gegnum verðtrygginguna og svo framvegis. Svo það þyrftu að koma skýr skilaboð frá stjórnvöldum um það.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru áður en þær voru kynntar almenningi í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. ASÍ segir að það þurfi að koma skýr skilaboð frá stjórnvöldum um að heimilin verði varin. Rætt var við leiðtoga stjórnarandstöðunnar rétt eftir að þeir sátu kynningarfund ríkisstjórnarinnar í hádeginu í gær. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða „Auðvitað eigum við eftir að leggjast betur yfir einstaka tillögur, það er margt gott þarna, auðvitað margt sem að mætti vafalítið skoða betur og ganga jafnvel lengra með en ég held að það sem skiptir mestu máli núna er að stjórnmálin standi saman í þeim aðgerðum sem grípa þarf til,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það er þó nokkuð ruglingslegt í rauninni hvernig þau sjá fyrir sér þessi skammtímaáhrif sem eru vegna þess tímabils þegar veiran bara er að ganga yfir og svo auðvitað þess langtímaútlits sem er á efnahagsmálunum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefði mögulega viljað sjá aðgerðirnar ganga lengra. „Við auðvitað bara fögnum öllu sem kemur fram til þess að bregðast við ástandinu. Þó við viljum kannski sjá það aðeins öðruvísi eða það gangi aðeins lengra þá munum við greiða fyrir því að þetta náist sem hraðast í gegn og vonandi vinna í einhverjum breytingartillögum í þinginu.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, hefði viljað sjá meiri áherslu á fólk. „Ég hefði verið til í að sjá kannski svona víðari athygli að líka einstaklingum í samfélaginu sem eru illa staddir frekar en einungis á fyrirtækin og að halda störfunum gangandi, sem er samt mjög nauðsynlegt og gott, en mér finnst skorta dálítið þennan vinkil á málið,“ sagði hún fyrir utan Stjórnarráðið í gær. Segir fólk mjög brennt eftir hrunið Einnig var rætt við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, um kynntar aðgerðir stjórnvalda. Tekur þú undir þessi orð Halldóru Mogensen um að aðgerðirnar séu ekki að koma nægilega til móts við fólk sem stendur höllum fæti, jafnvel fólk sem er komið á atvinnuleysisbætur? „Við höfum náttúrulega rosalegar áhyggjur af fólki sem er komið á atvinnuleysisbætur og við vorum að álykta í dag í miðstjórn ASÍ um alls konar úrræði fyrir fólk á atvinnuleysisbótum. Eins og við höfum bent á þá var ástandið orðið alvarlegt fyrir mánuði síðan. Við erum nú þegar með átta til tíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá, svo ég tek undir það.“ Vilja verja botninn Hún sagði að miðstjórn Alþýðusambandsins hafi kynnt aðgerðir sem þau vilji sjá til lengri og skemmri tíma. Þeirra á meðal sé að verja atvinnuleysisbótakerfið og hækka atvinnuleysisbætur. „Við erum í öllum okkar aðgerðum og öllum okkar áherslum að reyna að vinna að því að verja þá lægst launuðu og verja botninn.“ Hefðir þú viljað sjá að gengið væri lengra í þessum fyrstu skrefum ríkisstjórnarinnar í þessum aðgerðum? „Þær eru margt góðar og sérstaklega hlutaatvinnuleysisbótafrumvarpið náttúrulega skiptir öllu máli. Það sem ég hefði viljað sjá voru skýr skilaboð að heimilin yrðu varin ekki síður en fyrirtækin. Og auðvitað er það krafa ef að á að fara vera ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækja eða ríkisábyrgð á rekstri fyrirtækja þá verði það á heimilin líka. Líka það ef það er beinn fjárstuðningur til fyrirtækja þá séu fyrirtækin afsala sér arði.“ Drífa sagði að það þyrftu að koma mjög skýr skilaboð frá stjórnvöldum á þá leið að heimilin verði varin og lánaskuldbindingar þeirra. „Fólk er mjög brennt af því í hruninu að vísitalan var ekki fryst, lán tóku hækkunum í gegnum verðtrygginguna og svo framvegis. Svo það þyrftu að koma skýr skilaboð frá stjórnvöldum um það.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15
Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44