Gefa sér fjórar vikur til að ákveða hvort Ólympíuleikunum verði frestað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 19:00 Ólymíueldurinn er kominn til Tókýó en kórónuveiran gæti mjög sennilega orðið til þess að Ólympíuleikunum verði frestað. VÍSIR/GETTY Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00
Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00
Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00
Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00