Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, var nærri því genginn í raðir Juventus síðasta sumar en venga þess að Man. United náði ekki samkomulagi við Inter Milan datt það upp fyrir.
United var nálægt því að fá Dybala í ágústmánuði en háar kröfur hans og umboðsmanns hans urðu til þess að ekkert varð úr félagaskiptunum. United hafði samþykkt samning þar sem Lukaku færi til Juventus og Dybala í hina áttina.
„Lukaku spilar í trey Inter Milan og ekki treyju Juventus því Juventus náði ekki að finna samkomulag varðandi Dybala og Man. United,“ sagði Federico Pastorello, umboðsmaður Lukaku, við Sky á Ítalíu.
„Juventus hafði gert ansi mikið til þess að fá hann. Þeir vinna eitthvað á hverju ári og Lukaku hjá Juventus hefði gert marga ánægða,“ sagði umboðsmaðurinn enn frekar.
Hann ræddi svo aðeins um Inter.
„Romelu er með stórt hjarta og hann þarf að vera á stað þar sem honum líður vel og fólkið vill hafa hann. Inter Milan er þannig. Honum líður eins og þeir elski hann og hann náði svo strax góðu sambandi við stuðningsmenn félagsins.“