Segir stjórnvöld alls ekki vera að varpa ábyrgðinni yfir á þríeykið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2020 10:55 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra segir ábyrgðinni alls ekki varpað á þríeykið til hægri á myndinni, þau Víði Reynisson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu Möller, landlækni. Samsett/vilhelm Faraldur kórónuveiru hefur reynst töluvert meira högg en stjórnvöld sáu fram á í fyrstu, að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Þá telur hún yfirvöld hafa haldið vel á málum og þvertekur fyrir að reynt sé að varpa ábyrgð yfir á aðra í framlínu baráttunnar við veiruna. Þetta kom fram í máli ráðherra í Bítinu í morgun. „Þetta er svakaleg staða. Það er ótrúlegt hvað hlutirnir breytast hratt. Það eru ekki nema örfáar vikur síðan að ég held að fleiri hafi raunverulega trúað því, vonað og haldið, og gert sviðsmyndir og spár með það í huga að þetta yrði raunverulega kannski tólf mánaða tímabil sem við þyrftum að slaka og teygja okkur til allra og svo kæmumst við yfir það og svo myndum við byrja aftur frá því sem við vorum,“ sagði Þórdís. „Það verður ekki þannig. Tímabilið verður lengra, þetta verður töluvert meira högg en við héldum í fyrstu. Það er bara staðreyndin.“ Klippa: Bítið - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þórdís sagði verkefnið sem þjóðin stæði frammi fyrir nú þríþætt. Fyrst og fremst væri það heilbrigðisváin, en svo væru það annars vegar efnahagslegir þættir og hins vegar staðan erlendis, þessi ytri áhrif sem ekki er hægt að stjórna. Þórdís kvað hafa verið haldið mjög vel á málum hér á landi á öllum vígstöðvum. „[…] vegna þess að við erum með ofboðslega öflugt fólk, en við erum líka með þá sem bera hina pólitísku ábyrgð. Án þess að vera eitthvað að segja: „Vel gert Þórdís Kolbrún“, þá er það samt þannig að við erum ekki að varpa ábyrgðinni allri yfir á þau, til að mynda þetta þríeyki,“ sagði Þórdís Kolbrún, og átti þar að öllum líkindum við þríeykið sem fer fyrir aðgerðum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna í baráttunni við veiruna, þau Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Ölmu Möller landlækni og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þannig að við erum að taka pólitíska ábyrgð á því að taka ákvarðanir í samræmi við það sem þau segja. Það er ekki þar með sagt að við getum bent á þau og sagt: Heyrðu, þau sögðu það. Við berum endanlega ábyrgðina,“ bætti Þórdís við. Ráðherra kvaðst jafnframt binda miklar vonir við aðgerðir stjórnvalda, einkum þeirra er lúta að eflingu ferðaþjónustugeirans. Stór hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins miðaði einmitt að því að blása lífi ferðamannaiðnaðinn, sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum. Þá lauk ráðherra máli sínu á því að horfa til framtíðar. „Fossarnir verða hérna áfram. Allir þessir innviðir, jafnvel þótt einhver rekstrarvandræði verða þá eru þeir hérna til. Við megum ekki gleyma því að við munum auðvitað sækja fram og byggja upp þegar þar að kemur. Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, það verður erfitt, en það mun ganga betur ef við gerum það saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Sýnir hversu auðveldlega veira getur smitast á milli barna í þriðja bekk Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti. 24. mars 2020 10:29 Íslendingar lýsa áhrifum kórónuveirunnar: „Eins og að anda inn efni sem brennir lungun“ Íslendingar sem hafa fengið staðfesta greiningu á kórónuveirunni skipta nú hundruðum og það er vitað mál að þeim muni fjölga næstu vikurnar. 24. mars 2020 09:30 Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Faraldur kórónuveiru hefur reynst töluvert meira högg en stjórnvöld sáu fram á í fyrstu, að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Þá telur hún yfirvöld hafa haldið vel á málum og þvertekur fyrir að reynt sé að varpa ábyrgð yfir á aðra í framlínu baráttunnar við veiruna. Þetta kom fram í máli ráðherra í Bítinu í morgun. „Þetta er svakaleg staða. Það er ótrúlegt hvað hlutirnir breytast hratt. Það eru ekki nema örfáar vikur síðan að ég held að fleiri hafi raunverulega trúað því, vonað og haldið, og gert sviðsmyndir og spár með það í huga að þetta yrði raunverulega kannski tólf mánaða tímabil sem við þyrftum að slaka og teygja okkur til allra og svo kæmumst við yfir það og svo myndum við byrja aftur frá því sem við vorum,“ sagði Þórdís. „Það verður ekki þannig. Tímabilið verður lengra, þetta verður töluvert meira högg en við héldum í fyrstu. Það er bara staðreyndin.“ Klippa: Bítið - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þórdís sagði verkefnið sem þjóðin stæði frammi fyrir nú þríþætt. Fyrst og fremst væri það heilbrigðisváin, en svo væru það annars vegar efnahagslegir þættir og hins vegar staðan erlendis, þessi ytri áhrif sem ekki er hægt að stjórna. Þórdís kvað hafa verið haldið mjög vel á málum hér á landi á öllum vígstöðvum. „[…] vegna þess að við erum með ofboðslega öflugt fólk, en við erum líka með þá sem bera hina pólitísku ábyrgð. Án þess að vera eitthvað að segja: „Vel gert Þórdís Kolbrún“, þá er það samt þannig að við erum ekki að varpa ábyrgðinni allri yfir á þau, til að mynda þetta þríeyki,“ sagði Þórdís Kolbrún, og átti þar að öllum líkindum við þríeykið sem fer fyrir aðgerðum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna í baráttunni við veiruna, þau Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Ölmu Möller landlækni og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þannig að við erum að taka pólitíska ábyrgð á því að taka ákvarðanir í samræmi við það sem þau segja. Það er ekki þar með sagt að við getum bent á þau og sagt: Heyrðu, þau sögðu það. Við berum endanlega ábyrgðina,“ bætti Þórdís við. Ráðherra kvaðst jafnframt binda miklar vonir við aðgerðir stjórnvalda, einkum þeirra er lúta að eflingu ferðaþjónustugeirans. Stór hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins miðaði einmitt að því að blása lífi ferðamannaiðnaðinn, sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum. Þá lauk ráðherra máli sínu á því að horfa til framtíðar. „Fossarnir verða hérna áfram. Allir þessir innviðir, jafnvel þótt einhver rekstrarvandræði verða þá eru þeir hérna til. Við megum ekki gleyma því að við munum auðvitað sækja fram og byggja upp þegar þar að kemur. Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, það verður erfitt, en það mun ganga betur ef við gerum það saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Sýnir hversu auðveldlega veira getur smitast á milli barna í þriðja bekk Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti. 24. mars 2020 10:29 Íslendingar lýsa áhrifum kórónuveirunnar: „Eins og að anda inn efni sem brennir lungun“ Íslendingar sem hafa fengið staðfesta greiningu á kórónuveirunni skipta nú hundruðum og það er vitað mál að þeim muni fjölga næstu vikurnar. 24. mars 2020 09:30 Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Sýnir hversu auðveldlega veira getur smitast á milli barna í þriðja bekk Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti. 24. mars 2020 10:29
Íslendingar lýsa áhrifum kórónuveirunnar: „Eins og að anda inn efni sem brennir lungun“ Íslendingar sem hafa fengið staðfesta greiningu á kórónuveirunni skipta nú hundruðum og það er vitað mál að þeim muni fjölga næstu vikurnar. 24. mars 2020 09:30
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent