Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 11:09 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira