Segir fólk á ofurlaunum við borðið sem beri enga virðingu fyrir vinnandi fólki Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2020 15:23 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“ Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“
Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira