Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2020 18:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ásamt Ölmu Möller Landlækni. Smitrakningaforritið verður notað af smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Það verður á forræði embætti Landlæknis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Almannavarnir stefna að því að koma smitrakningaforriti í loftið á mánudag. Verður þjóðin beðin um að sækja forritið í síma sína sem fylgist með ferðum fólks og getur þannig hraðað smitrakningavinnu til muna. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Skilaboð send í alla síma landsins „Við stefnum að því að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn grunn þar sem hægt verður að sækja appið, á app-store eða slíkt. Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir. Notað í Singapúr og í skoðun í Bretlandi Hann segir almannavarnir hafa skoðað hvað aðrar þjóðir hafa gert við smitrakningu. Suður Kórea hefur rakið ferðir smitaðra með hjálp farsímagagna. Fyrir rúmri viku fengu íbúar Singapúr skilaboð frá yfirvöldum í síma sína þar sem þeir voru beðnir um að sækja forrit sem nefnist Trace Together. Þegar það hefur verið sótt þarf að stimpla inn símanúmerið sitt. Forritið notast svo við Bluetooth til að rekja síma sem viðkomandi er nálægt. Forritið sem almannavarnir ætla að nota styðst hins vegar við GPS-staðsetningarkerfi en ekki Bluetooth. Víðir segir GPS vera einfaldara í notkun. Þá segir Víðir Breta hafa skoðað þessa lausn en hún sé ekki tilbúin þar í landi. Tvöfalt leyfi notenda Að sækja gögn í síma varðar persónuverndarlöggjöf. Ef yfirvöld myndu vilja sækja gögnin án leyfis farsímanotenda til að rekja smit þyrfti að setja ný lög þess efnis. Forritið einfaldar það. Þegar það er sett upp er óskað samþykkis í tvígang frá notandanum þar sem hann gefur leyfi fyrir upplýsingasöfnuninni sem almannavarnir munu síðan nota við smitrakningu, komi til þess. „Við erum í samvinnu við Persónuvernd og þau leiðbeina okkur í þessu. Við munum sækja um leyfi ef það þarf. Þegar lokakerfislýsingin liggur fyrir og hvernig öll gagnavinnslan er og hvernig er farið með gögnin er þetta að minnsta kosti tilkynningarskylt. Ef það er leyfisskylt sækjum við að sjálfsögðu leyfi fyrir því,“ segir Víðir. Eingöngu ætlað smitrakningateyminu Hann segir farsímanotendur ekki geta séð gögnin. „Farsímanotandinn veitir bara heimild til að síminn hans gefi upplýsingar inn í gagnagrunninn til okkar. Þú munt ekki sjá í rauntíma hvort einhver smitaður sé nálægt þér. Þetta er bara fyrir okkur að styðjast við. Ef þú ert með einhvern sýktan einstakling, þá getum við til dæmis kallað eftir upplýsingum hvaða símar voru nálægt honum á vissu tímabili,“ segir Víðir. 60 prósent þjóðar þarf til að kerfið virki En til að þetta kerfi virki þá þurfa að lágmarki sextíu prósent Íslendinga að vera með þetta forrit í símunum sínum. Víðir hvetur þjóðina til að sækja þetta forrit þegar að því kemur til að berjast gegn þessum faraldri. „Ég held að það muni allir vilja taka þátt í þessu. Þetta eru upplýsingar sem verður eytt strax að notkun lokinni. Síðan mun fólk eyða forritinu úr símunum sínum þegar faraldurinn er yfirstaðinn. Það verður enginn gagnagrunnur til framtíðar til við þetta. Þetta er bara á meðan verkefnið stendur yfir. Það verða ytri eftirlitsaðilar sem fara yfir það með okkur og þetta er gert á ábyrgð Landlæknis. Öllum kröfum verður fylgt og öllum gögnum eytt í kjölfarið á faraldrinum.“ Víðir segir að gögnin verði notuð til viðmiðunar við smitrakningu. „Símarnir þurfa að vera nálægt hvor öðrum í ákveðinn tíma. Það er hluti af skilgreiningunni sem við erum með. En þetta verður alltaf til viðmiðunar, það þarf alltaf að hafa samband við fólkið. Segjum sem svo að fólk hafi lagt bíl hlið við hlið á bílastæði og verið þar í tíu mínútur. Það er engin smitleið þar á milli. Með því að rekja þetta með þessum hætti flýtum við fyrir upplýsingagjöf til fólks en það þarf alltaf að fara fram þessi handavinna í kjölfarið.“ Halda smitrakningu eins lengi áfram og mögulegt er Víðir segir smitrakningateymið ætla að halda smitrakningu eins lengi áfram og mögulegt er. „Við sjáum að stór hluti af þeim sem við hringjum í sem hafa verið staðfestir með smit eru í sóttkví. Það er ennþá yfir helmingur. Það þýðir að við erum að hægja á útbreiðslunni verulega, því það fólk er ekki á ferðinni í samfélaginu. Á meðan við náum því munum við halda því áfram. En þetta þyngist auðvitað með fjölda þeirra sem smitast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Almannavarnir stefna að því að koma smitrakningaforriti í loftið á mánudag. Verður þjóðin beðin um að sækja forritið í síma sína sem fylgist með ferðum fólks og getur þannig hraðað smitrakningavinnu til muna. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Skilaboð send í alla síma landsins „Við stefnum að því að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn grunn þar sem hægt verður að sækja appið, á app-store eða slíkt. Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir. Notað í Singapúr og í skoðun í Bretlandi Hann segir almannavarnir hafa skoðað hvað aðrar þjóðir hafa gert við smitrakningu. Suður Kórea hefur rakið ferðir smitaðra með hjálp farsímagagna. Fyrir rúmri viku fengu íbúar Singapúr skilaboð frá yfirvöldum í síma sína þar sem þeir voru beðnir um að sækja forrit sem nefnist Trace Together. Þegar það hefur verið sótt þarf að stimpla inn símanúmerið sitt. Forritið notast svo við Bluetooth til að rekja síma sem viðkomandi er nálægt. Forritið sem almannavarnir ætla að nota styðst hins vegar við GPS-staðsetningarkerfi en ekki Bluetooth. Víðir segir GPS vera einfaldara í notkun. Þá segir Víðir Breta hafa skoðað þessa lausn en hún sé ekki tilbúin þar í landi. Tvöfalt leyfi notenda Að sækja gögn í síma varðar persónuverndarlöggjöf. Ef yfirvöld myndu vilja sækja gögnin án leyfis farsímanotenda til að rekja smit þyrfti að setja ný lög þess efnis. Forritið einfaldar það. Þegar það er sett upp er óskað samþykkis í tvígang frá notandanum þar sem hann gefur leyfi fyrir upplýsingasöfnuninni sem almannavarnir munu síðan nota við smitrakningu, komi til þess. „Við erum í samvinnu við Persónuvernd og þau leiðbeina okkur í þessu. Við munum sækja um leyfi ef það þarf. Þegar lokakerfislýsingin liggur fyrir og hvernig öll gagnavinnslan er og hvernig er farið með gögnin er þetta að minnsta kosti tilkynningarskylt. Ef það er leyfisskylt sækjum við að sjálfsögðu leyfi fyrir því,“ segir Víðir. Eingöngu ætlað smitrakningateyminu Hann segir farsímanotendur ekki geta séð gögnin. „Farsímanotandinn veitir bara heimild til að síminn hans gefi upplýsingar inn í gagnagrunninn til okkar. Þú munt ekki sjá í rauntíma hvort einhver smitaður sé nálægt þér. Þetta er bara fyrir okkur að styðjast við. Ef þú ert með einhvern sýktan einstakling, þá getum við til dæmis kallað eftir upplýsingum hvaða símar voru nálægt honum á vissu tímabili,“ segir Víðir. 60 prósent þjóðar þarf til að kerfið virki En til að þetta kerfi virki þá þurfa að lágmarki sextíu prósent Íslendinga að vera með þetta forrit í símunum sínum. Víðir hvetur þjóðina til að sækja þetta forrit þegar að því kemur til að berjast gegn þessum faraldri. „Ég held að það muni allir vilja taka þátt í þessu. Þetta eru upplýsingar sem verður eytt strax að notkun lokinni. Síðan mun fólk eyða forritinu úr símunum sínum þegar faraldurinn er yfirstaðinn. Það verður enginn gagnagrunnur til framtíðar til við þetta. Þetta er bara á meðan verkefnið stendur yfir. Það verða ytri eftirlitsaðilar sem fara yfir það með okkur og þetta er gert á ábyrgð Landlæknis. Öllum kröfum verður fylgt og öllum gögnum eytt í kjölfarið á faraldrinum.“ Víðir segir að gögnin verði notuð til viðmiðunar við smitrakningu. „Símarnir þurfa að vera nálægt hvor öðrum í ákveðinn tíma. Það er hluti af skilgreiningunni sem við erum með. En þetta verður alltaf til viðmiðunar, það þarf alltaf að hafa samband við fólkið. Segjum sem svo að fólk hafi lagt bíl hlið við hlið á bílastæði og verið þar í tíu mínútur. Það er engin smitleið þar á milli. Með því að rekja þetta með þessum hætti flýtum við fyrir upplýsingagjöf til fólks en það þarf alltaf að fara fram þessi handavinna í kjölfarið.“ Halda smitrakningu eins lengi áfram og mögulegt er Víðir segir smitrakningateymið ætla að halda smitrakningu eins lengi áfram og mögulegt er. „Við sjáum að stór hluti af þeim sem við hringjum í sem hafa verið staðfestir með smit eru í sóttkví. Það er ennþá yfir helmingur. Það þýðir að við erum að hægja á útbreiðslunni verulega, því það fólk er ekki á ferðinni í samfélaginu. Á meðan við náum því munum við halda því áfram. En þetta þyngist auðvitað með fjölda þeirra sem smitast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira