Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 07:30 Hluti hópsins á flugvellinum í Búdapest, eftir óvissuþrungið ferðalag næturinnar. Aðsend Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags. Fyrst stóð til að fljúga heim frá Austurríki en því flugi var aflýst með skömmum fyrirvara. Þá þurfti að panta nýtt flug og græja fyrirvaralaust heimild til að komast yfir ungversku landamærin, sem ekki er hlaupið að á tímum kórónuveirunnar. Lönd í Evrópu hafa víða lokað landamærum sínum vegna faraldurs kórónuveirunnar og þá ríkir mikil óvissa um millilandasamgöngur. Flugferðir falla niður í hrönnum og utanríkisráðuneytið hefur beint því til Íslendinga, sem dvelja erlendis, að koma heim sem fyrst. Þannig er jafnvel búist við því að allar flugsamgöngur til landsins liggi niðri um mánaðamótin. Hlutirnir breyttust hratt Sara Líf Sigsteinsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu, nemur ásamt um 150 Íslendingum læknisfræði í bænum Martin í norðanverðri Slóvakíu. Námið hefur verið í formi fjarkennslu síðustu daga en Sara segir í samtali við Vísi að íslensku nemunum hafi liðið vel í bænum og hafi ekkert verið að stressa sig á því að koma heim. Sara Líf Sigsteinsdóttir er formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.Aðsend „En hlutirnir breytast svo hratt og það var einhvern veginn þannig, þegar við vorum búin að heyra frá utanríkisráðuneytinu og fengum svör frá skólanum um að framhaldinu yrði ekkert breytt á næstunni, að við ákváðum frekar að fara að skoða flug heim, þótt það hafi verið erfitt og lítið framboð af flugferðum.“ Það var að endingu 46 manna hópur íslenskra háskólanema sem ákvað að halda saman heim frá Slóvakíu. Til stóð að fara með rútu yfir landamærin til Austurríkis og fljúga heim með Wizz air frá Vín. Upp úr hádegi á mánudag fékk hópurinn upplýsingar um að fluginu yrði ef til vill aflýst. „Planið var að leggja af stað um níu á mánudagskvöldinu. En málið var að strax þegar við kæmum yfir slóvakísku landamærin þá gátum við ekki farið aftur til baka. Þess vegna gátum við eiginlega ekki tekið áhættuna á því að fara yfir og sjá hvort fluginu yrði frestað eða ekki, því þú kemst bara inn til Slóvakíu ef þú ert með slóvakískan ríkisborgararétt eða svokallað „residency card“ sem flestir nemendurnir eru ekki með,“ segir Sara. Á þessum tímapunkti var Vínarflugið, sem að endingu var vissulega aflýst, enn þrungið óvissu og því var ákveðið að undirbúa „plan B“. „Því flestir vildu reyna að komast heim,“ segir Sara. „Við vissum í rauninni af þessu Búdapestflugi sem myndi fara á svipuðum tíma. En þessi möguleiki kom ekki til greina fyrst því við vissum að Búdapestlandamærin voru lokuð.“ Rútan beið þeirra sem voru tilbúnir í áhættu Hópurinn var í gegnum allt ferlið í sambandi við Þóri Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, Slóvakíu og Tékklandi, og Sara segir að hann hafi strax farið að skoða möguleikann á því hvort hægt yrði að komast yfir landamærin að Ungverjalandi. Í því samhengi var einnig haft samband við Önnu Máriu Sikó, sendiherra Ungverjalands í Ósló. Hópurinn á ferðinni um miðja nótt.Aðsend Töluverðan undirbúning þurfti til að freista þess að komast yfir til Ungverjalands. Sara og vinkonur hennar hófu strax að safna upplýsingum um alla í hópnum og myndum af vegabréfum. Því næst þurfti að panta nýjar rútur til að flytja hópinn annars vegar frá Martin að ungversku landamærunum og hins vegar frá landamærunum upp á flugvöll. Það gekk illa í fyrstu, að sögn Söru: „Við fengum bara „nei“.“ „Þarna var klukkan hálf tíu og við vorum ekki búin að fá hundrað prósent staðfestingu á því að við kæmumst í gegnum landamærin,“ segir Sara. En upp úr klukkan tíu, einmitt um það leyti sem hópurinn þurfti að leggja af stað, fengu þau staðfestingu á báðum rútum. Ákveðið var að láta slag standa þrátt fyrir að ekki lægi fyrir vilyrði fyrir því að fara yfir ungversku landamærin, sem eins og áður segir eru lokuð vegna kórónuveirunnar. „Þannig að við sendum á hópinn að fyrir þá sem væru til í smá áhættu væri rúta tilbúin sem biði okkar eftir tuttugu mínútur á ákveðnum stað í Martin. Þeir sem vildu koma gætu hoppað inn í hana. […] Og á þessum tuttugu mínútum náðu 40 nemendur að koma á staðinn og bóka flug.“ Leiðin sem hópurinn fór, frá bænum Martin í norðanverðri Slóvakíu, yfir landamærin við Parassapuszta og loks til Búdapest.Vísir/Hjalti Á sama tíma voru læknanemarnir í samband við íslenska háskólanema í dýralækningum í nærliggjandi bæ, sem hugðust hitta læknanemana við ungversku landamærin. „Upp úr ellefu þá vorum við eiginlega sest inn í rútuna og vorum að keyra af stað og þá fékk ég akkúrat skilaboð frá sendiherranum okkar að við værum komin með heimild og að allt væri staðfest. Þá gátum við keyrt af stað með þessa staðfestingu um að við kæmumst inn í landið,“ segir Sara. „Svo klukkutíma áður en við komum að landamærunum fékk ég skilaboð frá dýralæknanemunum um að annar bíllinn þeirra hefði bilað. Þau voru að reyna að fá annan bíl. En skilyrðið fyrir því að komast yfir landamærin var það að við þurftum að vera hópur saman, því að á plagginu sem ég fékk stóð að þetta yrði að vera ég, ásamt þessu liði, sem gætum labbað saman yfir í einu.“ Hitinn mældur hjá öllum Sara ákvað þó að láta reyna á að dýralæknanemarnir færu í gegn á eftir þeim. Að endingu komst svo hópurinn hennar að ungversku landamærunum, þar sem Sara ræddi við ungverskan lögreglumann sem kannaðist sem betur fer við þau. Lögregla vaktar landamæri Slóvakíu og Ungverjalands.Aðsend „Það róaði taugarnar aðeins, þau vissu af þessu. Svo við áttum bara að mynda beina röð og einn og einn mátti fara yfir. Þau mældu hitann hjá öllum áður en við stigum inn í landið og sem betur fer voru allir hitalausir. Við komumst þá inn í rútuna og ég ræddi við lögregluna við landamærin og þau gáfu grænt ljós á að þessir sex aðilar sem voru á eftir okkur myndu koma seinna,“ segir Sara. „Og þegar við vorum komin inn í rútuna hinum megin við landamærin í Ungverjalandi náði maður aðeins að slaka á þangað til að ein í rútunni fékk skilaboð um að fluginu hefði verið aflýst. Okkur fannst það mjög skrýtið og við fórum að skoða málið og fengum þær upplýsingar að flugið væri enn á áætlun. En miðað við fyrri reynslu af Wizz air fyrr um daginn treystum við ekki alveg öllu sem þau gerðu.“ Enn að ná sér niður Þau ákváðu þó að halda sínu striki og að endingu kom í ljós að flugið var á áætlun. Flugvél með hópinn innanborðs tók á loft frá Búdapest um hálf sjö á þriðjudagsmorgun og lenti á Íslandi um hálf ellefu. „Flugvöllurinn var alveg tómur, þetta var bara okkar hópur. Þetta hafðist að lokum. Og vélin var eiginlega alveg tóm, það voru tólf farþegar til viðbótar við okkur. Þannig að við erum loksins komin heim, þetta var áhugaverður sólarhringur hjá okkur. Við erum fegin að vera komin.“ Það var ekki margt um manninn í flugvélinni á leið heim.Aðsend Hópurinn þurfti allur að fara í sóttkví við komuna hingað til lands, líkt og öllum sem snúa heim til Íslands er gert að gera, og þegar Vísir náði tali af Söru á þriðjudagsmorgun var hún á leiðinni upp í sumarbústað til að verja sóttkvínni þar. „Við ákváðum að fara í bústað úti á landi, við þrjár sem búum saman úti í Martin, og ákváðum að vera saman í þessu líka,“ segir Sara. „Maður er enn að koma sér niður. Það er pínulítið skrýtið að ná að fara með alla yfir landamærin og í flug á svona stuttum tíma. Og þá vil ég leggja áherslu á að þakka Þóri Ibsen sendiherra sem bjargaði okkur alveg í þessu máli, sem og ungverska sendiherranum í Ósló.“ Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slóvakía Ungverjaland Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Nýtt spálíkan gerir ráð fyrir mun færri smituðum Samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands, sem gefið var út í dag, er búist við því að rúmlega 1500 manns greinist með COVID-19. 25. mars 2020 18:05 Vill henda orðinu smitskömm Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið smitskömm sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. 25. mars 2020 14:54 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags. Fyrst stóð til að fljúga heim frá Austurríki en því flugi var aflýst með skömmum fyrirvara. Þá þurfti að panta nýtt flug og græja fyrirvaralaust heimild til að komast yfir ungversku landamærin, sem ekki er hlaupið að á tímum kórónuveirunnar. Lönd í Evrópu hafa víða lokað landamærum sínum vegna faraldurs kórónuveirunnar og þá ríkir mikil óvissa um millilandasamgöngur. Flugferðir falla niður í hrönnum og utanríkisráðuneytið hefur beint því til Íslendinga, sem dvelja erlendis, að koma heim sem fyrst. Þannig er jafnvel búist við því að allar flugsamgöngur til landsins liggi niðri um mánaðamótin. Hlutirnir breyttust hratt Sara Líf Sigsteinsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu, nemur ásamt um 150 Íslendingum læknisfræði í bænum Martin í norðanverðri Slóvakíu. Námið hefur verið í formi fjarkennslu síðustu daga en Sara segir í samtali við Vísi að íslensku nemunum hafi liðið vel í bænum og hafi ekkert verið að stressa sig á því að koma heim. Sara Líf Sigsteinsdóttir er formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.Aðsend „En hlutirnir breytast svo hratt og það var einhvern veginn þannig, þegar við vorum búin að heyra frá utanríkisráðuneytinu og fengum svör frá skólanum um að framhaldinu yrði ekkert breytt á næstunni, að við ákváðum frekar að fara að skoða flug heim, þótt það hafi verið erfitt og lítið framboð af flugferðum.“ Það var að endingu 46 manna hópur íslenskra háskólanema sem ákvað að halda saman heim frá Slóvakíu. Til stóð að fara með rútu yfir landamærin til Austurríkis og fljúga heim með Wizz air frá Vín. Upp úr hádegi á mánudag fékk hópurinn upplýsingar um að fluginu yrði ef til vill aflýst. „Planið var að leggja af stað um níu á mánudagskvöldinu. En málið var að strax þegar við kæmum yfir slóvakísku landamærin þá gátum við ekki farið aftur til baka. Þess vegna gátum við eiginlega ekki tekið áhættuna á því að fara yfir og sjá hvort fluginu yrði frestað eða ekki, því þú kemst bara inn til Slóvakíu ef þú ert með slóvakískan ríkisborgararétt eða svokallað „residency card“ sem flestir nemendurnir eru ekki með,“ segir Sara. Á þessum tímapunkti var Vínarflugið, sem að endingu var vissulega aflýst, enn þrungið óvissu og því var ákveðið að undirbúa „plan B“. „Því flestir vildu reyna að komast heim,“ segir Sara. „Við vissum í rauninni af þessu Búdapestflugi sem myndi fara á svipuðum tíma. En þessi möguleiki kom ekki til greina fyrst því við vissum að Búdapestlandamærin voru lokuð.“ Rútan beið þeirra sem voru tilbúnir í áhættu Hópurinn var í gegnum allt ferlið í sambandi við Þóri Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, Slóvakíu og Tékklandi, og Sara segir að hann hafi strax farið að skoða möguleikann á því hvort hægt yrði að komast yfir landamærin að Ungverjalandi. Í því samhengi var einnig haft samband við Önnu Máriu Sikó, sendiherra Ungverjalands í Ósló. Hópurinn á ferðinni um miðja nótt.Aðsend Töluverðan undirbúning þurfti til að freista þess að komast yfir til Ungverjalands. Sara og vinkonur hennar hófu strax að safna upplýsingum um alla í hópnum og myndum af vegabréfum. Því næst þurfti að panta nýjar rútur til að flytja hópinn annars vegar frá Martin að ungversku landamærunum og hins vegar frá landamærunum upp á flugvöll. Það gekk illa í fyrstu, að sögn Söru: „Við fengum bara „nei“.“ „Þarna var klukkan hálf tíu og við vorum ekki búin að fá hundrað prósent staðfestingu á því að við kæmumst í gegnum landamærin,“ segir Sara. En upp úr klukkan tíu, einmitt um það leyti sem hópurinn þurfti að leggja af stað, fengu þau staðfestingu á báðum rútum. Ákveðið var að láta slag standa þrátt fyrir að ekki lægi fyrir vilyrði fyrir því að fara yfir ungversku landamærin, sem eins og áður segir eru lokuð vegna kórónuveirunnar. „Þannig að við sendum á hópinn að fyrir þá sem væru til í smá áhættu væri rúta tilbúin sem biði okkar eftir tuttugu mínútur á ákveðnum stað í Martin. Þeir sem vildu koma gætu hoppað inn í hana. […] Og á þessum tuttugu mínútum náðu 40 nemendur að koma á staðinn og bóka flug.“ Leiðin sem hópurinn fór, frá bænum Martin í norðanverðri Slóvakíu, yfir landamærin við Parassapuszta og loks til Búdapest.Vísir/Hjalti Á sama tíma voru læknanemarnir í samband við íslenska háskólanema í dýralækningum í nærliggjandi bæ, sem hugðust hitta læknanemana við ungversku landamærin. „Upp úr ellefu þá vorum við eiginlega sest inn í rútuna og vorum að keyra af stað og þá fékk ég akkúrat skilaboð frá sendiherranum okkar að við værum komin með heimild og að allt væri staðfest. Þá gátum við keyrt af stað með þessa staðfestingu um að við kæmumst inn í landið,“ segir Sara. „Svo klukkutíma áður en við komum að landamærunum fékk ég skilaboð frá dýralæknanemunum um að annar bíllinn þeirra hefði bilað. Þau voru að reyna að fá annan bíl. En skilyrðið fyrir því að komast yfir landamærin var það að við þurftum að vera hópur saman, því að á plagginu sem ég fékk stóð að þetta yrði að vera ég, ásamt þessu liði, sem gætum labbað saman yfir í einu.“ Hitinn mældur hjá öllum Sara ákvað þó að láta reyna á að dýralæknanemarnir færu í gegn á eftir þeim. Að endingu komst svo hópurinn hennar að ungversku landamærunum, þar sem Sara ræddi við ungverskan lögreglumann sem kannaðist sem betur fer við þau. Lögregla vaktar landamæri Slóvakíu og Ungverjalands.Aðsend „Það róaði taugarnar aðeins, þau vissu af þessu. Svo við áttum bara að mynda beina röð og einn og einn mátti fara yfir. Þau mældu hitann hjá öllum áður en við stigum inn í landið og sem betur fer voru allir hitalausir. Við komumst þá inn í rútuna og ég ræddi við lögregluna við landamærin og þau gáfu grænt ljós á að þessir sex aðilar sem voru á eftir okkur myndu koma seinna,“ segir Sara. „Og þegar við vorum komin inn í rútuna hinum megin við landamærin í Ungverjalandi náði maður aðeins að slaka á þangað til að ein í rútunni fékk skilaboð um að fluginu hefði verið aflýst. Okkur fannst það mjög skrýtið og við fórum að skoða málið og fengum þær upplýsingar að flugið væri enn á áætlun. En miðað við fyrri reynslu af Wizz air fyrr um daginn treystum við ekki alveg öllu sem þau gerðu.“ Enn að ná sér niður Þau ákváðu þó að halda sínu striki og að endingu kom í ljós að flugið var á áætlun. Flugvél með hópinn innanborðs tók á loft frá Búdapest um hálf sjö á þriðjudagsmorgun og lenti á Íslandi um hálf ellefu. „Flugvöllurinn var alveg tómur, þetta var bara okkar hópur. Þetta hafðist að lokum. Og vélin var eiginlega alveg tóm, það voru tólf farþegar til viðbótar við okkur. Þannig að við erum loksins komin heim, þetta var áhugaverður sólarhringur hjá okkur. Við erum fegin að vera komin.“ Það var ekki margt um manninn í flugvélinni á leið heim.Aðsend Hópurinn þurfti allur að fara í sóttkví við komuna hingað til lands, líkt og öllum sem snúa heim til Íslands er gert að gera, og þegar Vísir náði tali af Söru á þriðjudagsmorgun var hún á leiðinni upp í sumarbústað til að verja sóttkvínni þar. „Við ákváðum að fara í bústað úti á landi, við þrjár sem búum saman úti í Martin, og ákváðum að vera saman í þessu líka,“ segir Sara. „Maður er enn að koma sér niður. Það er pínulítið skrýtið að ná að fara með alla yfir landamærin og í flug á svona stuttum tíma. Og þá vil ég leggja áherslu á að þakka Þóri Ibsen sendiherra sem bjargaði okkur alveg í þessu máli, sem og ungverska sendiherranum í Ósló.“
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slóvakía Ungverjaland Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Nýtt spálíkan gerir ráð fyrir mun færri smituðum Samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands, sem gefið var út í dag, er búist við því að rúmlega 1500 manns greinist með COVID-19. 25. mars 2020 18:05 Vill henda orðinu smitskömm Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið smitskömm sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. 25. mars 2020 14:54 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54
Nýtt spálíkan gerir ráð fyrir mun færri smituðum Samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands, sem gefið var út í dag, er búist við því að rúmlega 1500 manns greinist með COVID-19. 25. mars 2020 18:05
Vill henda orðinu smitskömm Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið smitskömm sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. 25. mars 2020 14:54