Þakkir til skólasamfélagsins Ragnheiður Davíðsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar 26. mars 2020 07:00 Á undanförnum dögum og vikum hefur samfélagið okkar breyst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér. SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, vill þakka skólasamfélaginu öllu, kennurum, starfsfólki, stjórnendum, foreldrum og ekki síst nemendum fyrir það hversu vel þau hafa tekist á við þessar aðstæður. Vinna skólanna hefur miðað að því að gera allt sem hægt er til að börn fái þá kennslu sem möguleg er miðað við tilmæli sóttvarnalæknis um fjöldatakmarkanir í skólunum. Megin markmiðið er að halda uppi skólastarfi eins lengi og mögulegt er. Það er ekki einfalt mál að láta það ganga upp að aldrei séu fleiri en 20 nemendur í sama rými og að börn blandist ekki á milli hópa. Við þurfum öll að hjálpast að við að láta þetta ganga upp, líka fyrir utan skólatíma. Starfsfólk skólanna vann þrekvirki við að koma saman þessu skipulagi á gríðarlega stuttum tíma og vinnur nú með nemendum á miklum óvissutímum. Fyrir marga nemendur eru þessir tímar erfiðir og við vitum að kennarar eru að gera allt sem þau geta til að halda utan um nemendur sína á saman tíma og þau eru í sama óvissuástandi og við hin. Kennarar og starfsfólk skólanna er nú skilgreint sem framlínufólk og finnst okkur mikilvægt að koma á framfæri til þeirra þakklæti frá foreldrasamfélaginu. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, stjórn SAMFOK: Ragnheiður Davíðsdóttir formaður, Þórunn Steindórsdóttir, Áslaug Björk Eggertsdóttir, Hrefna Björk Jóhannsdóttir, Sonja Rúdólfsdóttir Jónsson, Björn Karlsson og Guðmundur Magnús Daðason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum og vikum hefur samfélagið okkar breyst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér. SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, vill þakka skólasamfélaginu öllu, kennurum, starfsfólki, stjórnendum, foreldrum og ekki síst nemendum fyrir það hversu vel þau hafa tekist á við þessar aðstæður. Vinna skólanna hefur miðað að því að gera allt sem hægt er til að börn fái þá kennslu sem möguleg er miðað við tilmæli sóttvarnalæknis um fjöldatakmarkanir í skólunum. Megin markmiðið er að halda uppi skólastarfi eins lengi og mögulegt er. Það er ekki einfalt mál að láta það ganga upp að aldrei séu fleiri en 20 nemendur í sama rými og að börn blandist ekki á milli hópa. Við þurfum öll að hjálpast að við að láta þetta ganga upp, líka fyrir utan skólatíma. Starfsfólk skólanna vann þrekvirki við að koma saman þessu skipulagi á gríðarlega stuttum tíma og vinnur nú með nemendum á miklum óvissutímum. Fyrir marga nemendur eru þessir tímar erfiðir og við vitum að kennarar eru að gera allt sem þau geta til að halda utan um nemendur sína á saman tíma og þau eru í sama óvissuástandi og við hin. Kennarar og starfsfólk skólanna er nú skilgreint sem framlínufólk og finnst okkur mikilvægt að koma á framfæri til þeirra þakklæti frá foreldrasamfélaginu. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, stjórn SAMFOK: Ragnheiður Davíðsdóttir formaður, Þórunn Steindórsdóttir, Áslaug Björk Eggertsdóttir, Hrefna Björk Jóhannsdóttir, Sonja Rúdólfsdóttir Jónsson, Björn Karlsson og Guðmundur Magnús Daðason.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar