Hermann Hreiðars: Hentar okkur frábærlega af því að það vantar mikið þegar það vantar Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik á móti heimsmeisturum Frakka. Hann er íslenska landsliðinu afar dýrmætur. Getty/ Jean Catuffe Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira