Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Fundurinn var í beinni útsending á Vísi og Stöð 3 og textalýsingu má lesa í vaktinni hér að neðan.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fóru yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Með þeim var Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Ræddi hann ásamt Þórólfi og Víði reiknilíkan sem tölfræðingar og vísindamenn við HÍ hafa þróað vegna faraldurs COVID-19 hér á landi.
Uppfært: Upptöku af fundinum í heild sinni má sjá hér að neðan.