Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 23:11 802 af hálfri milljón tilfella hafa greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. Þar segir nú að fjöldi tilfella á heimsvísu séu alls 529.093 og hafa flest smit kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum eða 83.507. Bandaríkin hafa því tekið fram úr Kína og Ítalíu, löndunum þar sem veiran hefur hingað til ollið mestum skaða í. Frá því að veiran greindist fyrst í lok síðasta árs í Wuhan í Hubei héraði í Kína hafa alls 81.782 tilfelli greinst í Kína samkvæmt tölum John Hopkins skólans. Tilfellin á Ítalíu eru talin vera 80.589 talsins. Yfir 23 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar og flestir þeirra á Ítalíu eða 8.215. Næst flest dauðsföll hafa orðið á Spáni þar sem að 4.154 hafa látist. Fjöldi þeirra sem hafa jafnað sig af veirunni og teljast heilbrigðir í dag er þó ívið hærri en yfir 122.000 manns hafa jafnað sig þar af 61.201 í Hubei héraði þar sem veiran greindist fyrst. Yfir tíu þúsund manns hafa jafnað sig af veirunni á Ítalíu og í Íran sem einnig varð illa úti í byrjun útbreiðslu veirunnar. Hér á Íslandi hafa 802 greinst með veiruna og eru það fleiri en í Indlandi, Filippseyjum og Mexíkó svo dæmi séu tekin. Tvö hafa látist hér á landi vegna veirusmits. Fjöldi smita hefur aukist dag frá degi undanfarið en á fundi alþjóðaheilbrigðismálastofunarinnar (WHO) ítrekaði yfirmaður WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus hve hratt smituðum hafi fjölgað. „Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smit. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo,“ sagði forstjórinn. Sjá einnig: Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Kallaði Ghebreyesus eftir því að heimsbyggðin myndi „berjast eins og fjandinn sjálfur,“ gegn útbreiðslu veirunnar, yrði það ekki gert gæti milljónir manna látið lífið. Bandaríkin Kína Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. Þar segir nú að fjöldi tilfella á heimsvísu séu alls 529.093 og hafa flest smit kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum eða 83.507. Bandaríkin hafa því tekið fram úr Kína og Ítalíu, löndunum þar sem veiran hefur hingað til ollið mestum skaða í. Frá því að veiran greindist fyrst í lok síðasta árs í Wuhan í Hubei héraði í Kína hafa alls 81.782 tilfelli greinst í Kína samkvæmt tölum John Hopkins skólans. Tilfellin á Ítalíu eru talin vera 80.589 talsins. Yfir 23 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar og flestir þeirra á Ítalíu eða 8.215. Næst flest dauðsföll hafa orðið á Spáni þar sem að 4.154 hafa látist. Fjöldi þeirra sem hafa jafnað sig af veirunni og teljast heilbrigðir í dag er þó ívið hærri en yfir 122.000 manns hafa jafnað sig þar af 61.201 í Hubei héraði þar sem veiran greindist fyrst. Yfir tíu þúsund manns hafa jafnað sig af veirunni á Ítalíu og í Íran sem einnig varð illa úti í byrjun útbreiðslu veirunnar. Hér á Íslandi hafa 802 greinst með veiruna og eru það fleiri en í Indlandi, Filippseyjum og Mexíkó svo dæmi séu tekin. Tvö hafa látist hér á landi vegna veirusmits. Fjöldi smita hefur aukist dag frá degi undanfarið en á fundi alþjóðaheilbrigðismálastofunarinnar (WHO) ítrekaði yfirmaður WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus hve hratt smituðum hafi fjölgað. „Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smit. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo,“ sagði forstjórinn. Sjá einnig: Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Kallaði Ghebreyesus eftir því að heimsbyggðin myndi „berjast eins og fjandinn sjálfur,“ gegn útbreiðslu veirunnar, yrði það ekki gert gæti milljónir manna látið lífið.
Bandaríkin Kína Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira