Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína. Vísir/getty Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11
Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43