Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 13:35 Starfsmaður í hlífðarbúnaði gengur um neyðarspítala hersins í Teheran, sem gerður er fyrir 2.000 sjúklinga, í stórri sýningarhöll í norðurhluta borgarinnar. Ebrahim Noroozi/AP Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls. Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls.
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent