Þrjátíu ár frá sögulegri sjöu Framkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 17:00 Framkonur fagnar Íslandsmeistaratitlinum á þessari mynd á síðum DV 28. mars 1990. Skjámynd/DV Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012) Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson
Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira