„Maður er þakklátur fyrir að fá að spila“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 23:00 Ásgerður Stefanía getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl. Sportpakkinn/Skjásot Jákvæðar fréttir bárust fyrir helgi en talið er að Pepsi Max deild karla og kvenna geti hafist um miðjan júní. Leikmenn liðanna leggja því allt kapp á að vera í sem bestu formi þegar liðin geta hafið æfingar á ný. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, segir leikmenn Hlíðarendaliðsins í góðum málum og er almennt þakklát fyrir að mótið fari fram. Þetta kom fram í Sportpakkanum Stöðvar 2 í kvöld en Ásgerður Stefanía, eða Adda eins og hún er oftast kölluð, ræddi við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur um ástandið vegna kórónufaraldursins. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum vel sett hjá Val. Við erum með ofboðslega færan þrekþjálfara sem sér um að halda okkur í standi, erum með mæla frá honum þannig það gengur vel. Við búum hérna nokkrar saman í nágrenni við hvor aðra svo við hittumst og hlaupum saman ásamt því að lyfta,“ sagði Adda þegar Júlíana heimsótti hana í dag. „Að sjálfsögðu,“ sagði Adda kímin aðspurð hvort það væru ekki örugglega tveir metrar á milli leikmanna þegar þær hittust. „Við vissum ekki hvort mótið yrði og maður er þakklátur fyrir það að fá að spila. Ég vorkenni körfubolta- og handboltafólkinu þar sem mótið var bara blásið af,“ sagði hún að lokum. Klippa: Adda segir leikmenn Vals vera í góðum málum Sportpakkinn Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Jákvæðar fréttir bárust fyrir helgi en talið er að Pepsi Max deild karla og kvenna geti hafist um miðjan júní. Leikmenn liðanna leggja því allt kapp á að vera í sem bestu formi þegar liðin geta hafið æfingar á ný. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, segir leikmenn Hlíðarendaliðsins í góðum málum og er almennt þakklát fyrir að mótið fari fram. Þetta kom fram í Sportpakkanum Stöðvar 2 í kvöld en Ásgerður Stefanía, eða Adda eins og hún er oftast kölluð, ræddi við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur um ástandið vegna kórónufaraldursins. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum vel sett hjá Val. Við erum með ofboðslega færan þrekþjálfara sem sér um að halda okkur í standi, erum með mæla frá honum þannig það gengur vel. Við búum hérna nokkrar saman í nágrenni við hvor aðra svo við hittumst og hlaupum saman ásamt því að lyfta,“ sagði Adda þegar Júlíana heimsótti hana í dag. „Að sjálfsögðu,“ sagði Adda kímin aðspurð hvort það væru ekki örugglega tveir metrar á milli leikmanna þegar þær hittust. „Við vissum ekki hvort mótið yrði og maður er þakklátur fyrir það að fá að spila. Ég vorkenni körfubolta- og handboltafólkinu þar sem mótið var bara blásið af,“ sagði hún að lokum. Klippa: Adda segir leikmenn Vals vera í góðum málum
Sportpakkinn Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira