Fjöldi tilkynninga mikil vonbrigði Andri Eysteinsson skrifar 28. mars 2020 15:25 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira