Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Sylvía Hall skrifar 28. mars 2020 17:20 Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir stöðuna hættulega og vonar að stjórnvöld bregðist við. Vísir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. Valgerður sagði upp á fimmtudag eftir að átta starfsmönnum var sagt upp án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í yfirlýsingu frá Arnþóri segir hann ástæðu uppsagnanna vera aukinn rekstrarkostnað og yfirvofandi erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 og aðgerðir sem honum fylgja. Með tilkomu hans hverfi stór hluti sjálfsaflafé SÁÁ og reksturinn verði þar með of dýr. „Um leið og þessi staða varð ljós var forstjóri Vogs upplýstur um að grípa þyrfti til aðgerða. Forstjórinn hafði í framhaldi samband við heilbrigðisráðherra og óskaði eftir fjárstuðningi en hafði því miður ekki erindi sem erfiði,“ segir í yfirlýsingunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd harðlega. „Fyrirfram hefði mátt búast við því að stjórnvöldum rynni blóðið til skyldunnar í þessari ógnvænlegu stöðu og rétti SÁÁ hjálparhönd. Á uppreiknuðu verðlagi, allt frá árinu 1996, hafa SÁÁ samtökin greitt meira en 4 milljarða króna til heilbrigðisþjónustu meðferðarsviðs SÁÁ og skapað með því verðmæti og lífsgæði sem íslenskt samfélag nýtur góðs af í dag.“ Í gær sögðu þrír stjórnarmenn sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ eftir uppsögn Valgerðar. Uppsögnin var harðlega gagnrýnd, bæði af fyrrum skjólstæðingum sem og fjölmörgum innan læknasamfélagsins. Arnþór atburðarásina hraða og stöðuna hættulega. Því hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum. Hann viðurkennir mikinn óróleika innan samtakanna en bætir þó við að enginn einstaklingur sé mikilvægari en SÁÁ. „Mikill óróleiki er innan samtakanna og ég hef því ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjórinn dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna.“ Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. Valgerður sagði upp á fimmtudag eftir að átta starfsmönnum var sagt upp án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í yfirlýsingu frá Arnþóri segir hann ástæðu uppsagnanna vera aukinn rekstrarkostnað og yfirvofandi erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 og aðgerðir sem honum fylgja. Með tilkomu hans hverfi stór hluti sjálfsaflafé SÁÁ og reksturinn verði þar með of dýr. „Um leið og þessi staða varð ljós var forstjóri Vogs upplýstur um að grípa þyrfti til aðgerða. Forstjórinn hafði í framhaldi samband við heilbrigðisráðherra og óskaði eftir fjárstuðningi en hafði því miður ekki erindi sem erfiði,“ segir í yfirlýsingunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd harðlega. „Fyrirfram hefði mátt búast við því að stjórnvöldum rynni blóðið til skyldunnar í þessari ógnvænlegu stöðu og rétti SÁÁ hjálparhönd. Á uppreiknuðu verðlagi, allt frá árinu 1996, hafa SÁÁ samtökin greitt meira en 4 milljarða króna til heilbrigðisþjónustu meðferðarsviðs SÁÁ og skapað með því verðmæti og lífsgæði sem íslenskt samfélag nýtur góðs af í dag.“ Í gær sögðu þrír stjórnarmenn sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ eftir uppsögn Valgerðar. Uppsögnin var harðlega gagnrýnd, bæði af fyrrum skjólstæðingum sem og fjölmörgum innan læknasamfélagsins. Arnþór atburðarásina hraða og stöðuna hættulega. Því hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum. Hann viðurkennir mikinn óróleika innan samtakanna en bætir þó við að enginn einstaklingur sé mikilvægari en SÁÁ. „Mikill óróleiki er innan samtakanna og ég hef því ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjórinn dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna.“
Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49