Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 13:16 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stöðu vinnumála á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin. Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin.
Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent