Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:00 Í leit að hvölum. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00