Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 11:17 Takahashi fékk meira greitt en nokkur annar frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana í ár. Hann var síðar skipaður í skipulagsnefnd leikanna. Vísir/EPA Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33