Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 10:30 Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til bikarmeistaratitils síðasta sumar. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira