Rúnar man vel eftir Twitter-færslu eftir jafntefli gegn Val á Íslandsmeistaratímabilinu Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var einnig þjálfari liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki árið 2014. Í byrjum sumars, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli, vildu einhverjir stuðningsmenn fá Rúnar burt og hann man vel eftir því. Fótbolti 18.5.2020 08:31
Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti 16.5.2020 23:00
Willum um 7-0 tapið gegn FH: „Veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik“ Willum Þór Þórsson segir að 7-0 tapið með KR gegn FH í lokaleik Íslandsmótsins 2003, þegar KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, sé ótrúlegur leikur. Hann segir KR-liðið ekki hafa spilað illa en allt hafi farið í netið. Fótbolti 14.5.2020 11:30
Hringdi upp á völl og spurði hvort að Jordan væri sýndur: „Bilun hversu mikill Jordan maður ég var“ Körfubolti 10.5.2020 15:00
„Neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil“ Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Fótbolti 8. maí 2020 22:00
Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Leeds, sagði í Sportinu í kvöld að Pep Guardiola væri einfaldlega bara B-hliðin af stjóra Leeds, hinum áhugaverða Marcelo Bielsa. Fótbolti 8. maí 2020 18:00
Vonast til þess að heilastarfsemi mótastjóra KSÍ verði rannsökuð er hann hættir: „Ótrúlegt verk“ Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Fótbolti 8. maí 2020 08:30
Máni um Stjörnuna: „Ástandið innan félagsins er í tómu rugli“ Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. Fótbolti 7. maí 2020 21:00
Rondey rotaði drukkinn Íslending í miðbænum eftir kynþáttaníð en nefbraut óvart Booker í leiðinni Teitur Örlygsson segir að það hafi verið margar sögurnar af Bandaríkjamanninum Rondey Robison sem lék í sex ár með Njarðvík á árunum 1990 til 1996. Ein þeirra gerðist í miðbæ Reykjavíkur þegar drukkinn Íslendingur kallaði hann illum nöfnum. Körfubolti 7. maí 2020 12:00
Teitur: Lægsti punkturinn þegar ég var rekinn frá Njarðvík Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson segir að ein sín súrasta stund á ferlinum hafi verið þegar hann var látinn fara sem þjálfari uppeldisfélagsins Njarðvíkur eftir tímabilið 2008. Körfubolti 7. maí 2020 10:30
„Hvernig gat svona leikmaður verið í Haukum?“ Það var til umræðu í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær hvaða leikmenn gætu slegið í gegn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hjörvar Hafliðason nefndi þar á nafn Alexander Freyr Sindrason. Fótbolti 7. maí 2020 08:00
„Sorglegt“ að Albert Brynjar sé að fara spila í C-deildinni Það var rætt um möguleika nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla á komandi tímabili í þættinum Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson, Sigurvin Ólafsson fyrrum knattspyrnumaður og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna. Fótbolti 7. maí 2020 07:00
Hjörvar um Víking: „Að lokum sigruðu vísindin“ Sparkspekingurinn og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að öll tölfræði úr Pepsi Max-deildinni í fyrra hafi bent til þess að Víkingur hafi aldrei átt að vera í fallbaráttu eins og raunin varð framan af sumri. Fótbolti 6. maí 2020 23:00
„Þetta tímabil ætti að heita síðasti sénsinn“ Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson fóru í Sportinu í kvöld yfir þá leikmenn sem gætu sprungið út í sumar eða þeir leikmenn sem áhorfendur ættu að hafa augun á. Fótbolti 6. maí 2020 21:00
„Er betur mannað lið en Víkingur í deildinni?“ Möguleikar Víkings í Pepsi Max-deild karla í sumar voru til umræðu í Sportinu í kvöld í gær. Íslenski boltinn 6. maí 2020 12:30
Endaði sem þjálfari Víkings eftir að hafa hitt formanninn á bar Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Fótbolti 4. maí 2020 11:00
Ólafur um samband sitt við Alfreð: „Baunaði á hann í fjölmiðlum ef þess þurfti og hann tók því“ Ólafur Kristjánsson segir að samband hans og Alfreðs Finnbogasonar hafi verið gott tímabilið 2010 er Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki. Ólafur hafi gert miklar kröfur á Alfreð. Fótbolti 4. maí 2020 10:00
„Eitthvað ótrúlegasta mark sem ég hef orðið vitni af sem þjálfari“ Ólafur Kristjánsson segir að markið sem Guðmundur Pétursson skoraði fyrir Breiðablik gegn KR í Pepsi-deildinni árið 2010 sé eitt það ótrúlegasta sem hann hefur séð á ferlinum. Fótbolti 4. maí 2020 08:00
Forveri Ólafs í starfi tilkynnti honum um titilinn: „Engan veginn viss þegar það var flautað af“ „Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins. Íslenski boltinn 3. maí 2020 15:00
„Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. Fótbolti 1. maí 2020 22:00
Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Fótbolti 1. maí 2020 18:00
Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. Fótbolti 1. maí 2020 15:00
Logi um upphafið hjá KR: „Hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hef komið að“ Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Fótbolti 1. maí 2020 12:30
Fara inn í mótið með sautján ára strák sem sinn besta mann Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fjárráða er Valgeir Valgeirsson besti leikmaður HK. Þetta segir Hjörvar Hafliðason. Íslenski boltinn 30. apríl 2020 15:00
Líkti síðasta tímabili Sir Alex við hinsta dans Jordans og félaga Hjörvar Hafliðason kom með áhugaverða samlíkingu í Sportinu í kvöld. Enski boltinn 30. apríl 2020 11:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti