Þrír nýir stjórnendur ráðnir í Þjóðleikhúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:55 Þau Steinunn, Kristín og Jón Þorgeir eru nýir stjórnendur hjá Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir í Þjóðleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra þann 1. janúar síðastliðinn og hann hefur nú fengið til liðs við sig þau Steinunni Þórhallsdóttur, Jón Þorgeir Kristjánsson og Kristínu Ólafsdóttur. Steinunn verður framkvæmdastjóri leikhússins, Jón Þorgeir mun stýra samskipta-og markaðsmálum og Kristín tekur við nýju starfi þjónustu- og upplifunarstjóra. Að því er segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu koma störf þeirra þriggja í stað þriggja annarra starfa sem voru aflögð sem hluti af áherslu- og skipulagsbreytingum í Þjóðleikhúsinu. Koma breytingarnar nú í kjölfar endurnýjunar á hópi listrænna stjórnenda leikhússins og skipulagsbreytingar sem kynntar voru í mars. „Markmið breytinganna eru að bæta listrænt starf og gæði, að opna leikhúsið og sækja nýja leikhúsgesti og síðast en ekki síst að bæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt um þau Steinunni, Jón Þorgeir og Kristínu: „Steinunn hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri í íslensku lista- og menningarlífi. Frá 2017 hefur hún verið framkvæmdastjóri hjá RÚV þar sem hún starfaði hátt á annan áratug sem ferla- og skipulagsstjóri, verkefnastjóri umbótaverkefna, dagskrárgerðarmaður og framleiðandi. Hún var markaðs- og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík og Íslensku óperunnar á árunum 2010-2014. Steinunn er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.A. gráðu í spænsku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á háskólanám í mannauðsstjórnun og leiðtogafræðum í Danmörku. Hún hefur kennt námskeið um stefnumótun og hlutverk menningarfyrirtækja við Háskólann á Bifröst og unnið sem ráðgjafi um stafræna umbreytingu og jafnréttismál fyrir EBU, European Broadcasting Union. Jón Þorgeir er með áralanga reynslu af markaðsstörfum, hönnun og leikhússtörfum. Hann er með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Jón Þorgeir er nú framkvæmdastjóri ÍMARK - samtaka markaðsfólks á Íslandi. Þar á undan var hann markaðsstjóri Borgarleikhússins auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda leikhúsuppsetninga bæði hérlendis og erlendis bæði sem hönnuður og/eða markaðssérfræðingur. Einnig hefur hann hannað og framleitt auglýsingar fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins. Kristín Ólafsdóttir hefur gríðarlega reynslu sem þjónustustjóri, veitingamaður og ráðsmaður á Bessastöðum. Kristín er með meistaragráðu í framreiðslu, blómaskreytir og hefur einnig lokið námi í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Kristín var yfirþjónn á Icelandair-hótelinu á Flúðum og Hótel KEA. Kristín var ráðsmaður á Bessastöðum í 9 ár, frá 2002-2011 og stýrði framhúsi og veitingasölu Borgarleikhússins á árunum 2013-2018. Þá hefur hún ásamt eiginmanni sínum rekið veiðihúsin við Laxá í Kjós, og síðustu ár veiðihúsin við Selá og Hofsá í Vopnafirði. Þá hefur hún einnig séð um þjónustu í Eldar-lodge, sem er í sérflokki sem hágæða gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn.“ Alls bárust 112 umsóknir um störfin þrjú, þar af 32 í stöðu framkvæmdastjóra, 38 í starf forstöðumanns samskipta og markaðsmála og 42 í stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra. Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir í Þjóðleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra þann 1. janúar síðastliðinn og hann hefur nú fengið til liðs við sig þau Steinunni Þórhallsdóttur, Jón Þorgeir Kristjánsson og Kristínu Ólafsdóttur. Steinunn verður framkvæmdastjóri leikhússins, Jón Þorgeir mun stýra samskipta-og markaðsmálum og Kristín tekur við nýju starfi þjónustu- og upplifunarstjóra. Að því er segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu koma störf þeirra þriggja í stað þriggja annarra starfa sem voru aflögð sem hluti af áherslu- og skipulagsbreytingum í Þjóðleikhúsinu. Koma breytingarnar nú í kjölfar endurnýjunar á hópi listrænna stjórnenda leikhússins og skipulagsbreytingar sem kynntar voru í mars. „Markmið breytinganna eru að bæta listrænt starf og gæði, að opna leikhúsið og sækja nýja leikhúsgesti og síðast en ekki síst að bæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt um þau Steinunni, Jón Þorgeir og Kristínu: „Steinunn hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri í íslensku lista- og menningarlífi. Frá 2017 hefur hún verið framkvæmdastjóri hjá RÚV þar sem hún starfaði hátt á annan áratug sem ferla- og skipulagsstjóri, verkefnastjóri umbótaverkefna, dagskrárgerðarmaður og framleiðandi. Hún var markaðs- og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík og Íslensku óperunnar á árunum 2010-2014. Steinunn er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.A. gráðu í spænsku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á háskólanám í mannauðsstjórnun og leiðtogafræðum í Danmörku. Hún hefur kennt námskeið um stefnumótun og hlutverk menningarfyrirtækja við Háskólann á Bifröst og unnið sem ráðgjafi um stafræna umbreytingu og jafnréttismál fyrir EBU, European Broadcasting Union. Jón Þorgeir er með áralanga reynslu af markaðsstörfum, hönnun og leikhússtörfum. Hann er með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Jón Þorgeir er nú framkvæmdastjóri ÍMARK - samtaka markaðsfólks á Íslandi. Þar á undan var hann markaðsstjóri Borgarleikhússins auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda leikhúsuppsetninga bæði hérlendis og erlendis bæði sem hönnuður og/eða markaðssérfræðingur. Einnig hefur hann hannað og framleitt auglýsingar fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins. Kristín Ólafsdóttir hefur gríðarlega reynslu sem þjónustustjóri, veitingamaður og ráðsmaður á Bessastöðum. Kristín er með meistaragráðu í framreiðslu, blómaskreytir og hefur einnig lokið námi í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Kristín var yfirþjónn á Icelandair-hótelinu á Flúðum og Hótel KEA. Kristín var ráðsmaður á Bessastöðum í 9 ár, frá 2002-2011 og stýrði framhúsi og veitingasölu Borgarleikhússins á árunum 2013-2018. Þá hefur hún ásamt eiginmanni sínum rekið veiðihúsin við Laxá í Kjós, og síðustu ár veiðihúsin við Selá og Hofsá í Vopnafirði. Þá hefur hún einnig séð um þjónustu í Eldar-lodge, sem er í sérflokki sem hágæða gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn.“ Alls bárust 112 umsóknir um störfin þrjú, þar af 32 í stöðu framkvæmdastjóra, 38 í starf forstöðumanns samskipta og markaðsmála og 42 í stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra.
Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira