Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 22:58 Frá Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að hífa bílinn upp. Vefmyndavél Hafnarfjarðarhafnar Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. Hann segir það hafa verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. Þrír drengir voru í bílnum þegar hann fór í höfnina við Óseyrarbryggju að kvöldi 17. janúar. Tveir fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Einn komst sjálfur upp en hinum tveimur var bjargað og voru allir þrír fluttir á slysadeild. Drengirnir tveir, þeir Kristján Hrafn Ágústsson, fimmtán ára, og Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára, voru í sjónum í um 30 mínútur áður en kafarar náðu þeim upp. Þeir voru í hjartastoppi í tvo tíma. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Felix að vitað sé að kuldi verndi heilann fyrir súrefnisskorti og því var sérstakri kælimeðferð beitt til að koma í veg fyrir skaða. Drengjunum var haldið við 32 gráður í tvo sólarhringa og hitastig þeirra hækkað hægt og rólega. Sjá einnig: Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Eftir það voru drengirnir settir í öndunarvélar á gjörgæslu. Kristján Hrafn komst úr öndunarvél eftir nokkra daga en Helgi Valur eftir nokkrar vikur. Felix sagði í fréttum RÚV að það hefði verið ótrúlegt þegar drengirnir vöknuðu. „Sérstaklega því ef maður er hreinskilinn, þetta leit ekki vel út í byrjun. Þetta var langur tími, löng endurlífgun og blóðprufur sem við tökum töluðu ekki vel fyrir þeim. Þeir voru orðnir mjög súrir, maður mælir sýrustigið á líkamanum, og sérstaklega annar var með sýrustig sem ég hef hreinlega aldrei séð neinn lifa af,“ segir Felix. Þessi tvö tilfelli séu að mörgu leiti ekki sambærileg öðrum tilfellum þar sem þessari meðferð hefur verið beitt. Það helsta sé að það að áður hafi hjara viðkomandi verið byrjað að slá löngu áður en sá var settur á hjarta- og lungnavél. Þarna hafi drengirnir verið í hjartastoppi allan tímann þar til þeir voru settir á vélina.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“