Grípa til ráðstafana vegna stöðu hælisleitenda sem bíða brottvísunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka. Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka.
Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira