Grípa til ráðstafana vegna stöðu hælisleitenda sem bíða brottvísunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka. Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka.
Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum