Innlent

Kynna aðgerðarpakka númer tvö klukkan fjögur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta þríeyki mun kynna næstu aðgerðir.
Þetta þríeyki mun kynna næstu aðgerðir. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og Bylgjunni.

Ríkisstjórnin hefur haldið spilunum þétt að sér varðandi hvað mun felast í aðgerðarpakkanum en um verður að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin.

Úrræðin sem nefnd hafa verið eru til að mynda fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×