Leiðin til öflugra Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. apríl 2020 17:00 Ríkisstjórnin kynnti í dag annan hluta Viðspyrnu fyrir Ísland í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Heldur þannig áfram vinna stjórnvalda til að bregðast við þeim mikla vanda sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapað um allan heim. Eins og í fyrri pakka þá eru aðgerðirnar þrískiptar: Varnir, vernd og viðspyrna. Aðgerðirnar eru fjölbreyttar. Varnirnar felast í því að veita þeim fyrirtækjum styrki sem hefur verið gert að hætta tímabundið starfsemi vegna sóttvarna, fyrirtækjum verða veitt lán með ríkisábyrgð til að standa straum af föstum rekstrarkostnaði og fyrirtækjum verður gert kleift að jafna saman tapi ársins 2020 og hagnaðar ársins 2019. Allt er þetta mikilvægt til að veita aðstoð lífvænlegum fyrirtækjum sem mikilvæg eru í viðspyrnunni. Verndarhlutinn felur í sér áherslu á að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að vinna sig í gegnum vandann og koma eftir fremsta megni í veg fyrir óafturkræf félagsleg vandamál sem fylgja áföllum eins og þeim sem við göngum nú í gegnum. Stutt verður duglega við námsmenn, bæði með því að bjóða upp á sumarnám og 3000 sumarstörf, sexföldun Nýsköpunarsjóðs námsmanna auk þess sem námsmönnum verður auðveldað að fá atvinnuleysisbætur. Einnig er háum fjárhæðum varið til þess að auka virkni atvinnulausra og gefa þeim kost á námi samhliða bótum. Áætlað er að úrræðið nái til um 15 þúsund manns á árinu. Fjarheilbrigðisþjónusta verður efld sem styrkir mjög aðgang fólks um allt land að þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þá er 600 milljónum veitt til sveitarfélaga til að styðja við 12 þúsund börn á tekjulægri heimilum til að stunda íþrótta- og frístundastarf. Nú er ekki síst þörf á því að horfa til framtíðar. Nauðsyn er að styrkja enn stoðir íslensks atvinnulífs með mikilli áherslu á nýsköpun. Framlög til endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði verður aukin 2,5 milljarða króna auk þess sem umgjörð fjármögnunar sprota- og nýsköpunarfyrirtækja verður styrkt með sérstakri áherslu á grænar tæknilausnir. Ég hef áður bent á mikilvægi þess að hlúð verði að íslenskri matvælaframleiðslu. Þar er ekki aðeins um fjárhagslegt mál að ræða heldur er augljóst að lýðheilsusjónarmið eru þar mikilvæg. Þau skref sem eru stigin í þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag eru mikilvæg og felast í nýjum Matvælasjóði þar sem hálfum milljarði verður bætt við það fjármagn sem áður fór í Framleiðnisjóð landbúnaðarins og AVS-rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Þá fagna ég því að nýr samningur við garðyrkjubændur feli í sér aukningu um 200 milljónir auk þess að fjármagn verður aukið til endurgreiðslu flutnings- og dreifingarkostnaðar á rafmagni. Leiðin framundan er grýtt en eftir því sem tíminn líður sjáum við smátt og smátt landslagið breytast fyrir framan okkur, göturnar verða greiðfærari og bjartara yfir. Við verðum að halda hópinn og styðja hvert annað á leiðinni. Þá fer allt vel. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag annan hluta Viðspyrnu fyrir Ísland í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Heldur þannig áfram vinna stjórnvalda til að bregðast við þeim mikla vanda sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapað um allan heim. Eins og í fyrri pakka þá eru aðgerðirnar þrískiptar: Varnir, vernd og viðspyrna. Aðgerðirnar eru fjölbreyttar. Varnirnar felast í því að veita þeim fyrirtækjum styrki sem hefur verið gert að hætta tímabundið starfsemi vegna sóttvarna, fyrirtækjum verða veitt lán með ríkisábyrgð til að standa straum af föstum rekstrarkostnaði og fyrirtækjum verður gert kleift að jafna saman tapi ársins 2020 og hagnaðar ársins 2019. Allt er þetta mikilvægt til að veita aðstoð lífvænlegum fyrirtækjum sem mikilvæg eru í viðspyrnunni. Verndarhlutinn felur í sér áherslu á að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að vinna sig í gegnum vandann og koma eftir fremsta megni í veg fyrir óafturkræf félagsleg vandamál sem fylgja áföllum eins og þeim sem við göngum nú í gegnum. Stutt verður duglega við námsmenn, bæði með því að bjóða upp á sumarnám og 3000 sumarstörf, sexföldun Nýsköpunarsjóðs námsmanna auk þess sem námsmönnum verður auðveldað að fá atvinnuleysisbætur. Einnig er háum fjárhæðum varið til þess að auka virkni atvinnulausra og gefa þeim kost á námi samhliða bótum. Áætlað er að úrræðið nái til um 15 þúsund manns á árinu. Fjarheilbrigðisþjónusta verður efld sem styrkir mjög aðgang fólks um allt land að þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þá er 600 milljónum veitt til sveitarfélaga til að styðja við 12 þúsund börn á tekjulægri heimilum til að stunda íþrótta- og frístundastarf. Nú er ekki síst þörf á því að horfa til framtíðar. Nauðsyn er að styrkja enn stoðir íslensks atvinnulífs með mikilli áherslu á nýsköpun. Framlög til endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði verður aukin 2,5 milljarða króna auk þess sem umgjörð fjármögnunar sprota- og nýsköpunarfyrirtækja verður styrkt með sérstakri áherslu á grænar tæknilausnir. Ég hef áður bent á mikilvægi þess að hlúð verði að íslenskri matvælaframleiðslu. Þar er ekki aðeins um fjárhagslegt mál að ræða heldur er augljóst að lýðheilsusjónarmið eru þar mikilvæg. Þau skref sem eru stigin í þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag eru mikilvæg og felast í nýjum Matvælasjóði þar sem hálfum milljarði verður bætt við það fjármagn sem áður fór í Framleiðnisjóð landbúnaðarins og AVS-rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Þá fagna ég því að nýr samningur við garðyrkjubændur feli í sér aukningu um 200 milljónir auk þess að fjármagn verður aukið til endurgreiðslu flutnings- og dreifingarkostnaðar á rafmagni. Leiðin framundan er grýtt en eftir því sem tíminn líður sjáum við smátt og smátt landslagið breytast fyrir framan okkur, göturnar verða greiðfærari og bjartara yfir. Við verðum að halda hópinn og styðja hvert annað á leiðinni. Þá fer allt vel. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun