Segir Fram-liðið í ár eitt það sterkasta sem hann hefur þjálfað Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 22:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira