Dagur 8: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:30 Garpur Elísabetarson er einn á einstöku ferðalagi um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið