Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 11:10 Gurbanguly Berdymukhamedov, einræðisráðherra Túrkmenistan. Getty/Mikhail Svetlov Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum. Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum.
Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira